Málsókn gegn stjórnendum Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Bera stjórnendur einhverja ábyrgð yfir höfuð?

Það er auðvelt að blóta í hljóði og bölva ástandinu í eldhúsinu heima hjá sér.

Hér eru málin sem ég ætla að leggja fram á ársfundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna þann 16.mars 2011.

Ég ætla að gera eitthvað í málunum og stefna stjórnendum sjóðsins og krefjast þess að sjóðsfélagar fái að vita hvernig farið er með fjármuni sjóðsins.

Stjórnendur sjóðsins hafa hingað til hafnað allri skoðun. Ég skora því á alla sjóðsfélaga sem vilja gera eitthvað í málunum að mæta á fundinn og styðja tillögu mína.

1)      Ársfundur Lífeyrissjóðs verslunarmanna 16. mars 2011 samþykkir að lagt skuli fyrir stjórn og framkvæmdastjóra sjóðsins, að upplýsa um alla fjármálagerninga sem gerðir hafa verið í nafni sjóðsins og nema hærri upphæð en kr.150.000.000,- á árunum 2004-2011.  Skal rækilegt yfirlit sett saman um þetta og gert sjóðsfélögum aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins.  Jafnframt skal þeim sjóðsfélögum sem óska nánari upplýsinga um einstaka fjármálagerninga sem eru umfram framangreinda fjárhæð, veittar allar upplýsingar og gögn er að einstökum viðskiptum lúta.

2)       Fyrirhuguð er málssókn fyrir dómstólum þar sem leitast verður við að fá skorið úr um persónulega ábyrgð einstakra stjórnarmanna og stjórnenda lífeyrissjóðsins. Aðalfundur Lífeyrissjóðs verslunarmanna 16. mars 2011 samþykkir að kosta málsókn Ragnars Þórs Ingólfssonar sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna á málefnum er varða gjaldmiðlasamninga og lánveitingar lífeyrissjóðsins til tengdra aðila á árunum 2004-2011. Samþykkir ársfundurinn að sjóðurinn greiði málskostnað vegna málsóknar Ragnars Þórs Ingólfssonar, enda skili hann ítarlegu yfirliti um skiptingu kostnaðarins að málarekstri loknum. 

Ragnar Þór Ingólfsson

Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sé bókhaldið í samræmi við Virðingu[virðismat]  og Réttlæti, ætti þetta að auðvelt og sjálfsagt mál.  

Júlíus Björnsson, 15.3.2011 kl. 17:16

2 identicon

Sæll Ragnar .

færð þú ekki gafsókn á þetta mál?

P. Ragna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:20

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Mér finnst sjálfsagt að sjóðurinn borgi fyrir þessa skoðun, gjafsókn verður næsta skref.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 17:28

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Nákvæmlega,

Ég hef hinsvegar áttað mig á því í baráttu minni gegn lífeyrissjóðakerfinu að það er ekkert til sem heitir sjálfsagt þegar kemur að sjóðunum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 17:29

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ef ferið er ofan í málin og lagalega hlið- hafa þessir menn þetta vald frá einhverjum- nema sjálfum ser og sinnuleysi sjóðsfelaga ?

 Eg er í þessum sjóð og eg mæti á fund !

  Mer finnst lika að einn einstaklingur eigi ekki að þurfa að standa í málarekstri fyrir okkur öll heldur verði safnað undirskriftum og allir vinni samanvegna kostnaðar.

kv.

EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.3.2011 kl. 17:50

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Erla

Gott að vita af fólki eins og þér sem hefur áhuga á að breyta einhverju en ekki bara hugsa um breytingar.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 17:55

7 identicon

Ragnar gott mal. Hvad er ad fretta ad erindinu til FME um LIVE, sem tu og Bjarki skiludud inn um daginn?

Kaer kvedja S.Ragnar

S. Ragnar (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 18:13

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll S.Ragnar

Kæran fór til FME fyrir einu og hálfu rári síðan og ekkert verið aðhafst í málinu. Í þeirri kæru, minnir í 16 lið kærunnar, kærðum við skipun Ragnars Önundarsonar í stjórn LIVE.

Er einhvers að vænta frá pólitískt skipuðu eftirliti sem hefur eftirlit með pólitískt skipaðri fjármálaelítunni?

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 19:04

9 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; sem og, aðrir gestir, þínir !

Aldrei; verður varðgæzla þín ofþökkuð, sem skyldi, í þessum efnum, Rganar Þór.

En; gagnvart Lífeyrissjóða kerfinu, í heild, fer nú bezt á - að ég segi, sem minnst, um hríð, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnessýslu, vestanverðri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 20:24

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit sem aldrei fyrr Óskar.

Ætli okkur sé ekki holt að hafa sem fæst orðin um þessi mál okkar á milli, á þessum vettvangi allavega. 

Vertu ævinlega velkomin á síðu mína Óskar, úr Árnessýslu, vestanverðri.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2011 kl. 09:49

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 18:15 á Grand Hótel.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband