Kvótamál og Kjarasamningar.

Eftir að SA setti það sem forsendu fyrir kjarasamningum að allri “óvissu” varðandi sjávarútveginn yrði eytt eða með öðrum orðum að nýtingaréttur útvaldra á auðlindum þjóðar væri tryggður, fór ég að hugsa um hversu langt verkalýðshreyfingin er komin frá uppruna sínum. Það eitt að hreyfingin beiti sér ekki gegn verðtryggingu veðskuldbindinga sem heldur stórum hluta launafólks í gíslingu segir í raun margt um ástandið. ASÍ talar um ábyrgar kröfur launafólks og ver í leiðinni sjúklegustu kerfisvillu samtímans.

Í ljósi þessa tel ég glórulaust að lífeyrissjóður okkar verði notaður til fjárfestinga í atvinnulífinu vegna óvissu um framtíð launafólks og atvinnulífsins. ASÍ hefur kastað fram hugmyndum um 3% hækkun á ári í 3 ár og þar með viðurkennt gríðarlegar eignatilfærslur frá almenningi til fjármagnseigenda ásamt kaupmáttarrýrnun sem á sér vart hliðstæðu. Skattahækkanir og aðrar álögur virðast ósýnilegar í augum verkalýðsgæðinganna sem þurfa sjálfir ekki að kvarta yfir sínum kjörum. 

Sífellt er talað um að fjárfesta þurfi í atvinnulífinu til að skapa störf og kvarta SA menn sáran undan þeirri óvissu því fjárfestingar í stjarnfræðilega skuldsettum sjávarútvegi eru engar.

Ég lagði því fram tillögu á stjórnarfundi VR í gærkvöldi um að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna okkar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að setja allar fjárfestingar er tengjast atvinnulífinu í biðstöðu þangað til framtíð atvinnulífsins og félagsmanna okkar verður tryggð.

Ég sé ekki að það sé ábyrgt að setja fjármuni út í atvinnulíf þar sem allir kjarasamningar eru lausir og verkföll yfirvofandi. 

Það er alveg ljóst að atvinnulífið þarf sárlega á peningum okkar að halda. Eins og atvinnulífið þurfti á fjármagni lífeyrissjóðanna að halda fyrir hrun. Ég held að flestir viti hvaða vel launuðu störf voru sköpuð í kringum þann ósóma. Okkur er sagt að fjárfestingar þurfi til að skapa störf á meðan fjárfestingar lífeyrissjóðanna fara allar í að kaupa upp brunarústir hrunsins. Helsta lífæð þeirra fyrirtækja sem sjóðirnir fjárfesta í reiða framtíð sína á aukin kaupmátt og þar af leiðandi neyslu til þess eins að lifa af. Ekki er framtíðin björt í því samhengi svo mikið er víst.

Það er auðvitað óþolandi að horfa á eftirlaunasjóði okkar notaða til að endurreisa allt það sem illa fór við hrunið. Fögur loforð um ný vinnubrögð og gegnsæi eru orðin tóm. Engin raunveruleg breyting eða siðbót hefur orðið í atvinnulífinu þar sem ógagnsæi og leyndarhyggja er alls ráðandi.

Það hlýtur að vera lágmarks krafa launafólks að framtíð okkar verði tryggð með einhverjum hætti áður en við brjótum síðasta sparibaukinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð færsla

Sigurður Þórðarson, 10.2.2011 kl. 09:54

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það eru uppi undarlegir tímar.  Samtök atvinnurekenda og launþega eru uppi með sitthvora kröfugerðina á ríkisstjórnina.  Hækkun bóta og trygging kvóta.  Hvorug krafan kemur launafólki né þorra atvinnurekenda nokkuð við.  Þangað til ríkisstjórnin hefur gengið að kröfunum verður ekki samið. 

Þegar gengið verður að kröfunum ætla þau að semja um tilbrigði við "þjóðarsátt".  Sennilega í anda þeirrar sem heil þjóð þrammaði á eftir fram af bjargbrúninni.  Höfundar hrunsins sitja nú allt í kringum borðið án þess að skilja baun í því fyrir hverja þeir sitja.

Atvinnurekendur sitja uppi með samtök sem hafa ekkert að gera með hagsmuna þeirra, vinnandi fólk með samtök sem berjast fyrir rétti þeirra sem ekki vinna og þjóðin situr uppi með ríkisstjórn sem er ákveðin að hafa allt af henni og skattleggja til helvítis.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 09:58

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð ábending. Það er alltaf erfitt að vera báðum megin við borðið eins og verkalýðsfélög/lífeyrissjóðir hafa þróast í að vera. Í grunninn er bráðnauðsynlegt að klippa á milli verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða.

Þeir sem vita hvernig viðskipti og samningar ganga fyrir eru mjög fljótir að sjá þetta. En á meðan "aðrir" taka ekki eftir þessu þá er um að gera að mjólka sem mest úr þessu sérstaka kerfi.

Sumarliði Einar Daðason, 10.2.2011 kl. 10:15

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og kveðju Sigurður.

Magnús

Höfundar hrunsins sitja nú allt í kringum borðið án þess að skilja baun í því fyrir hverja þeir sitja.

Þetta er nákvæmlega málið. þeir sem stjórna þessu landi virðast vera gjörsamlega fyrirmunað að sinna raunverulegum umboðsskyldum sínum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2011 kl. 10:49

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Sumarliði.

Það er orðið morgunljóst að verkalýðsbaráttan á ekki samleið með stjórnarsetum í lífeyrissjóðum né í stjórnum fyrirtækja.

sameina sjóði í einn til þrjá og aftengja tvískiptingu valds atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar í stjórnum sjóðanna, afnema verðtryggingu og samtryggingu takk. Þá fyrst er hægt að einbeita sér, og að engu öðru, að raunverulegri hagsmunagæslu umbjóðenda okkar.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2011 kl. 10:54

6 identicon

Mér finnst hugmyndin um auðlindagjald og nýtingarrétt til td. 25 ára á fiskinn ekki svo galinn.

Ef það ætti að bjóða út kvótann á hverju ári myndum við fara í tómt rugl með fiskveiðar á Íslandi og ég skal rekja það hér.

Hver leggur í að fjárfesta í skipi ef hann veit ekki hvort hann fær að veiða fisk á næsta ári.

Ef við byrjum að hleypa öllum sem vilja veiða fisk og dreifa kvótanum jafnt á alla munu allir fara á hausinn því veiðarnar myndu ekki standa undir afborgunum á skipunum.

Ef við ætlum að vera með uppboð á kvóta segjum árlega, þarf ríkið að leggja til skipin líka.... ss. tómt rugl.

Ég er ekki á móti kvóta en ég er á mót i framsali kvótans.

Ef þú notar hann ekki tekur ríkið hann til sín aftur. og "Selur" örðum réttinn til að nýta hann.

Steinn (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 11:00

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hjartanlega sammála þér Ragnar!

Sumarliði Einar Daðason, 10.2.2011 kl. 11:08

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er merkilegt að sjávarútvegurinn se á heljarþröminni og landsmenn eigi að leggja þessum herrum lið með lífeyrisparnaði sínum  sem ekki borga fólkinu mannsæmandi laun.

 það þarf auðvitað að reka afæturnar. þe. stjórnarmenn lífeyrisjóðanna alla sem einn- þeir gera ekkert nema hirða launin sín og lána vinum sínum.

Ætli  SERSTAKUR saksóknari se eini maðurinn á Landinu sem allir geta borið virðingu fyrir ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.2.2011 kl. 11:38

9 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Þetta er það sem verkalýðshreyfingin þarf, fólk sem hugsar út fyrir rammann. Auðvita eigum við að nýta þau vopn sem við höfum til að eyða óvissu og fá sem mest út úr þessum kjarasamningum. Þetta er mun betri leið en að fara í verkfall.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 10.2.2011 kl. 13:03

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Verkalýðsfélögin og landssamtökin eru flest í besta falli léleg, í versta falli handónýt.. Því miður....

Góð tillaga hjá þér með fjárfestingarnar, það er nú eiginlega nauðsynlegt að menn átti sig á því hverjir eiga þennan aur, þetta er lífeyrinn okkar, ekki gambling monney fyrir misvitra bisness menn...

Eiður Ragnarsson, 10.2.2011 kl. 13:10

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Steinn 

Það sem mér finnst óþolandi í umræðunni um sjávarútveginn er tvennt. Þ.e. hvernig kvótakóngarnir hafa yfirveðsett þjóðareign og skuldsett sjávarútveginn svo stjarnfræðilega að hálfa væri nóg, sömu menn kveinka sér nú um óvissu og tala um samfélagslega ábyrgð um að halda óbreyttu fyrirkomulagi. Hitt er það sem við erum sammála um þ.e. gjafakvótakerfið þar sem kvótakóngar spóka sig um í sólinni á kanaríeyjum í boði þjóðarbúsins með því að leigja út úthlutuðum kvóta sínum.

Takk fyrir það Sumarliði.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2011 kl. 14:10

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Erla.

Þeir eru margir kóngarnir inni í þessu kerfi sem lifa fínu lífi á kostnað almennings.

Guðrún, nákvæmlega að hugsa út fyrir rammann. Við verðum að skoða nýjar leiðir. Verkföll eru ekki físilegur kostur í stöðunni en mun svo sannarlega velja þann valkost fram yfir innihaldslausar loftbólulausnir.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2011 kl. 14:14

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit Eiður

Já því miður eru verkalýðsfélögin ekki að standa sig. Verkalýðshreyfingin veltir yfir 10 milljörðum á ári og raunarlegt að horfa upp á getuleysi hennar gagnvart þeim hamförum sem launafólk hefur orðið fyrir.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2011 kl. 14:17

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aldrei verður góð vís of oft kveðin.

Til að skilja Hagvöxt þá er hann sagður breyting á heildarþjóðartekjum.

Heildaþjóðar tekjur  á að vera þýðing á GDP =GDI  Það er ekki total heldur Grófar vegna þess að ekki er tekið tillit til hagsemi viðskiptanóta.

D er innri það er heima í samaburði við aðrar efnahagslögsögur.

I er income það er tekjur sem stemma á móti gjöldum.

Þessa vegna er hagvöxtur : verðbólga + fasteignabólga - viðskiptahalli [- á Íslandi].

Real GDI er það skiptir máli. raun aukning er markmið í sjálfum sér til langframa en 0 er ágætt til lagframa fyrir ríki með þjóðar tekjur um og yfir meðaltali.

3,0% bindiskylda í USA er til að eiga á móti innan USA umframmagni ávísanna í umferð.  Því til að þetta þessir fölsku ávísanir safnist ekki um og rugli efnahagsreikning og blekki viðskiptaþjóðir verður að afskrifa reglulega það er vextir verða að fara upp og niður og fasteignverð og neysla.

Í alþjóða samhengi er 5 ár góð til að núllstilla. 30 ár til að fínstilla.

Hvervegna þetta er leyndarmál. Vita þeir sem eru eldri og arabar þar er það glæpur þegar almenningur gefur út gúmmí tékk. Ríkisjóðir hinsvegar vita ekki nákvæmlega fyrir um tekjur á móti gjöldum og verða því að gúmma pínu lítið.

Ríki sem er hernaðlega superpower komast upp með meir en þau sem eru það ekki.

Hér stjórna efnahagsfræðingar sem virðast ekki skilja einföldustu grunn hugtök sinnar fræðigreinar.

Stærðfræðingar geta reiknað allt út, hinsvegar geta útreikningar verið rétti þótt þeir endurspegli ekki raunveruleikan.

2 jólsveinar + 1 jólsveinn = 3 jólsveinar.

Þetta er stærðilega rétt. 

Íslenskar þýðingar á erlendu viðskipta máli segja allt um hæfi mannauðsins hér.

Meiri hagvöxt og feitari söfn af gúmmí tekkjum.

Hver á að borga? 

Ísland er hætti að afskrifa fasteignabólgu fyrir áratugum,  hér hefur verið falið verið notað til að skapa baalon sjóði og  glory hagvöxt, án til til hagsemi eða raun innri tekna.

Hagræðing í sjávar útvegi hefur ekki minnkað fasteignabólguna.

Júlíus Björnsson, 10.2.2011 kl. 20:09

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

2 jólsveinar + 1 jólsveinn = 3 jólsveinar.

Þetta er stærðfræðilega rétt. 

Júlíus Björnsson, 10.2.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband