Konungar Lýðskrumsins?

Í stað þess að svara málefnalegum og gagnrýnum spurningum kjósa verkalýðskóngarnir (milljónaklúbburinn) að tala sig í kringum hlutina með slíkum hætti að umbjóðendur þeirra sitja ringlaðir eftir. Þeir kjósa að fela sig á bakvið þögnina sem umlikur handónýta verkalýðsforystuna og fílabeinsturninn sem þeir búa í. 

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins og vara stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Stöfum fer hamförum gegn þeim sem opna á sér munninn gagnvart lífeyrissjóðunum og leyfa sér að gagnrýna þá. Hann talar um heilindi og vönduð vinnubrögð hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna þá sérstaklega hjá sínum lífeyrissjóði,Stöfum, þar sem hann er vara stjórnarmaður. Allir sem halda öðru fram eru lýðskrumarar af verstu sort.

Af því tilefni er ég með spurningu til Guðmundar sem hann hefur fengið í athugasemda færslur sínar en eyðir spurningunni jafnharðan út og ég set hana inn. Reyndar hefur Guðmundur og aðrir samkóngar hans fengið ráðleggingar PR-þræla sinna séð að spurningum frá mér verði alls ekki svarað með opinberum hætti, hverjar sem þær kunna að vera. Því hef ég ákveðið að spyrja hann aftur á heimasíðu minni og þannig með áberandi og opinberum hætti. 

Af hverju eru starfsmenn N1 skyldaðir til að borga í lífeyrissjóðinn Stafi? Er það vegna þess að stærsti einstaki skuldari Stafa er N1?

Samkvæmt samtali mínu við stjórnarmann Stafa sem einnig er starfsmaður N1, þá fóru þessar stærstu lánveitingar sjóðsins ekki fyrir stjórn. Eru þetta faglegu vinnubrögðin með sparifé launafólks sem þú, Guðmundur Gunnarsson, ert alltaf að tala um? Getur þú sem varastjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði svarað mér hvort samþykktir og vinnureglur sjóðsins voru brotnar og eru þetta vinnubrögðin sem tíðkast hjá lífeyrissjóðum almennt? Hver er skuldastaða N1 og hverjar eru tryggingar, ef einhverjar eru, í skuldabréfalánum sjóðsins til N1? N1 er skuldsett langt umfram verðmæti og samkvæmt mínum heimildum eru skuldabréfalán Stafa, aftast í kröfuröðinni.

Hverjar verða raunverulegar heimtur þessara lána?

Í ársskýrslu Stafaá bls.15 kemur fram að N1 er langstærsti skuldari sjóðsins, síðan er farið yfir afskriftir á skuldabréfum frá hruni sem sýnir að Stafir voru í nákvæmlega sömu fjárfestingavitleysunni og aðrir sjóðir. 

Úr Samþyktum og vinnureglum Stafa lífeyrissjóðs. 

5.5 Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stefnumótun og starfsemi sjóðsins. Hún skal annast um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóra, ákveður laun hans og önnur starfskjör og setur honum starfsreglur. Stjórn sjóðsins ræður forstöðumann endurskoðunardeildar eða semur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila til að annast skipulagningu innri endurskoðunar. Stjórn skal einnig móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.

5.5.2 Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við mótaða stefnu og fyrirmæli sem stjórn hefur gefið. Framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum. Ákvarðanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar skal framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar eða samkvæmt áætlun sem samþykkt hefur verið af stjórninni. Sé ekki unnt að bera meiriháttar ákvarðanir undir stjórnarfund, skal haft samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum. Slíkar ákvarðanir skal síðan taka fyrir á næsta stjórnarfundi.

5.7 Stjórnarmaður lífeyrissjóðs eða framkvæmdastjóri má ekki taka þátt í meðferð máls ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir sem tengjast fyrirtæki þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður sem valda kunna vanhæfi samkvæmt framansögðu.  

5.7.1 Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna, umfram aðra eða á kostnað sjóðsins.

Í stað þess að stappa stálinu í launafólk og standa í lappirnar, tala verkalýðskóngarnir um ábyrgar kröfur og hversu lítið sé til skiptanna. Í stað þess að efla samstöðu ala þeir á meðvirkni,uppgjöf og hræðslu.

Þeir eru Konungar Lýðskrumsins?

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jahérnahér.. ég var í Stöfum þegar ég bjó á íslandi.. sennilega er ég með skertan lífeyrir núna :(

Óskar Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Óskar

Svo sjá PWC um að endurskoða reikningin.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.12.2010 kl. 20:51

3 identicon

Einn Þjóðarsjóð takk

Þjóðarsjóðurinn fyrir alla

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:17

4 identicon

Ég hef nú verið í þessum sjóð og hélt eftir reglulegan lestur pistlana hans Gvendar að þessi sjóður væri í lagi.

En en ef þetta er rétt þá sitja þeir líklega á tifandi tímasprengju. Sem þá líklega kollvarpar fullyrðingunni hans um einungis 8% tap í hruninu.  Svo veltir maður fyrir sér fullyrðingu hans einnig um verðtryggðan lifeyri, það er meiri verðtryggingin ef N1 á að standa undir henni.

Ég ætla nú bara að senda á sjóðin póst og spyrja um þetta.

Sævar (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:19

5 identicon

Athugasemdir Ragnars um rekstur lífeyrissjóðanna eiga fullan rétt á sér. Ég hef hinsvegar aldrei skilið hvernig lausnin á spillingunni getur verið einn risa lífeyrissjóður. Hvernig fá menn það út? Það sem Ragnar hefur verið að kalla eftir er að sjóðsfélagar fái sjálfir ákvörðunarrétt yfir eigin lífeyrissjóð þ.e. lýðræðisvæðing sjóðanna. Það eru þær umbætur sem hægt er að standa með. Einn ríkis-lífeyrissjóður kann að hljóma vel í fyrstu sem einhverskonar hagræðing. Það er þó erfitt að sjá að það leysi nein af þeim vandamálum sem bent hefur verið á. Það sem þarf eru umbætur í því lagaumhverfi sem lífeyrissjóðir starfa eftir. Núverandi umgjörð veitir stjórnendum sjóðanna takmarkað aðhald. Guðmundur Gunnarsson ofl. í verkalýðshreyfingunni ættu einmitt að berjast með fyrir slíkum umbótum.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:38

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Æsir, eins og kerfið er rekið í dag, þa væri einn sjóður nóg. það er algjört lykilatriði að sjóðsfélagar sjálfir kjósi sér stjórnir, það er forsendan fyrir samkeppni og ábyrgri stjórnun, beint lýðræði og gegnsæi er krafa almennings í dag en versti óvinur Guðmundar G og félaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.12.2010 kl. 22:05

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sævar

Fullyrðingar Guðmundar um tap lífeyrissjóðanna eru eins broslegar og nauðarsamningar lífeyrissjóðanna á skuldabréfaútgáfum útrásaraulanna.

Tapið er miklu meira, það vita allir. Þeir eru náttúrulega með PWC sem áritar reikningin þeirra. Við vitum vel hvernig þeim tókst að sannfæra almenning um frábæra stöðu bankanna árið  2007 og 2008.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.12.2010 kl. 22:10

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þaka innlit Ólafur, sammála þér.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.12.2010 kl. 22:11

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Góðar og málefnalegar spurningar.

Einar Guðjónsson, 12.12.2010 kl. 22:38

10 identicon

Einn sjóður kemur auðvitað ekki í veg fyrir að þar komi inn óheiðarlegt fólk. En einn sjóður einfaldar kerfið og í einum sjóð vil ég sjá að lífeyrisréttindi verði jöfnuð og það tel ég ekki framkvæmanlegt í mörgum sjóðum nema með miklu og flóknu lagakruðerí sem alltaf virðist einhver finna leið framhjá. Það sýna dæmin hans Ragnars í gegnum tíðina. Í mörgum tilfellum eru lög og reglur til staðar, það vantar bara að farið sé eftir þeim.  Eftir því sem einfaldleikinn er meiri því erfiðara er að svína það út og hunsa. Þó mætti hugsa sér tvo sjóði,  opinberan lífeyrissjóð og svo einkarekinn, sá einkarekni þó án ríkisábyrgðar og menn tæku þá eigin áhættu með sinn lífeyrir, fólk gæti þá valið sjálft.

Takk fyrir þín frábæru skrif Ragnar, ég fylgist alltaf með þó ég "sýni" mig ekki oft.

(IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:03

11 identicon

Að sameina alla lífeyrissjóði í einn sjóð.

hugleiðing

Nú í kjölfar hrunsins er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og skoða þjóðfélagið upp á nýtt með það fyrir augum að endurmeta hvað það var sem brást og hvað reyndist okkur vel.  12% brúttótekna allra íslendinga renna í lífeyrissjóð að lágmarki en dæmi eru um allt að 22%.  Þetta er í ótal sjóðum sem hafa ótal mismunandi leiðir til fjárfestinga.  Flestir þessara sjóða hafa það þó sammerkt að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á liðnum árum.  Lífeyrissjóðirnir hafa í skjóli gríðarstyrks síns fengið menn inn í stjórnir fyrirtækja og fjármálastofnanna.  Lífeyrissjóðirnir hafa því breyst úr því að vera sjóðir yfir í það að vera stórtækir atvinnurekendur.  Almennt gildir  að lífeyrissjóðir eru afskaplega ólýðræðislegir, stjórnir eru ekki kosnar af eigendum og öll upplýsingagjöf virðist í lágmarki.  Þegar við þetta bætist að verkalýðsfélögin eru tengd lífeyrissjóðunum órjúfanlegum böndum þá er komið hálfgert blóðskammarsamband milli verkalýðsfélaganna, fjármálastofnanna og samtaka atvinnulífsins.  Þegar upp er staðið og ljóst er að ávöxtun þessara fjármuna hafa verið hörmulega léleg er spurning hvort ekki beri að breyta þessu kerfi.  Hægt er að hugsa sér að lífeyrissjóðirnir mættu eingöngu fjárfesta í innlendum og erlendum ríkisskuldabréfum, jafnskipt.  Með því móti gæti ríkissjóður fjármagnað sig algerlega innanlands sem yrði landi og þjóð til heilla.  Hinn helmingur lífeyrissins væri þá í erlendum ríkisskuldabréfum.  Þannig værum við varinn gegn hruni að talsverðu leyti þar sem erlendar eignir myndu hækka ef gengisfall eða aðrar hörmungar dynja á okkur hér á Íslandi.  Væri þetta gert yrði gagnsæið algert, sukkið hyrfi og rekstrarkostnaður sjóðanna yrði brot af því sem nú er.  Að vísu myndi boðsferðum stjórnanna í golf og lax sennilega hverfa líka en það er lítil fórn fyrir hinn almenna lífeyrissjóðsgreiðanda að færa. Með þessu móti væri að vísu ógerlegt fyrir lífeyrissjóði að eignast flugfélög og byggingarvöruverslanir, en við yrðum að bera þann harm í hljóði. Það er alla veganna kýrskýrt að staða bæði lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs væri miklu mun betri hefði þessi leið verið valin.  Það er að mínu mati enn alveg óljóst hversu miklum fjármunum þessir sjóðir töpuðu í hruninu en með tilfæringum eins og nauðarsamningum við Exista er einhver hluti tjónsins enn  falinn.  Hann verður þó ekki falinn til eilífðarnóns.  Ég get með engu móti séð að núverandi kerfi sé almennum greiðanda til hagsbóta, ég treysti því heldur ekki að meðferð þeirra peninga sem þeir fara með muni tryggja mér áhyggjulaust ævikvöld.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 02:13

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef lámarkslaun og öll hin  væru nóg til að greiða fullan tekjuskatt, þá gæti tekjuskattsprósentan lækkað og lífeysjóðbindingar lækkað úr 14% í 10 %.

Ef lífeyrissjóðir myndu lána beint til félagsmanna með 30 til 45 ára lánum með 2% raunvöxtum og 3,0% föstum verðbólgu afskriftum. þá væru fastir jafngreiðslulánsvextir 5,0%.  Fastagreiðslan af 20.000.000 um 107.000 kr til 90.000 kr miðað við 50 ár: minnkandi greiðslubyrði allan lánstímann. 

 Áhætta sjóðs væri engin. Félagsmenn gætu svo samið um lífeyrir % þeirra sem tækju slík 100% áhættulaus með til greiðslugetu veðskuldalán gætu greitt 8% æi iðgjöld og fengið 60% til 70% við töku lífeyris.

Áhætta sjóðsins yrði enginn og áhætta sjóðsfélaga engin. Kostnaður við sjóðinn því nánast rafrænn og enginn.

Íslenska kerfið  [virðist bara vera] er  hannað til að vera varasjóður fyrir illa rekin lálaunafyrirtæki :Yfirleitt allof stór miðað við íbúafjölda. Aðferð til réttlæta sumum leiðtogum ofur hlunnindi og laun.

Ekkert ríki í heimum státar af hliðstæðu kerfi, og reynslan af því er mjög slæm fyrir almenna félaga.

Þeir sem verja það geta ekki verið marktækir.

Núverandi kerfi hefur fært raunvirði meðlaun niður og dýpkað tekjuskiptinguna fært allar eigir almennings í hendur sérhaghagsmuna hópa.

Júlíus Björnsson, 13.12.2010 kl. 03:10

13 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Einar, Takk fyrir það. Það er eins og allt fari á annnan endan í kerfinu þegar maður spyr gagnrýnna spurninga sem eiga fullkominn rétt á sér.

Sigurlaug, þakka innlit og hlý orð. við erum greinilega á sömu línu með þetta. Það sem ég hef einnig bent á varðandi sameiningu sjóða og jöfnun réttinda er gríðarleg hagræðing og sparnaður sem hægt væri að nýta til að styrkja við bakið á þeim sem minnst mega sín í kerfinu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2010 kl. 08:42

14 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þórður, Frábær færsla! það er svo sem engu við þetta öðru en það að ég hef verið að benda á þessar tengingar verkalýðsforystunnar sem virðist vera með lífeyrissjóðina á heilanum og ver þetta sjúka kerfi með kjafti og klóm. Hvað gera þeir næst? Telja þeir verkföll geta skemmt fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna vegna fjárfestinga þeirra í atvinnulífinu? Þessir menn hafa afvopnað verkalýðshreyfinguna með aðgerðarleysi sínu og tengsla við lífeyrissjóðina og eru samfélaginu og launafólki til ævarandi skammar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2010 kl. 08:49

15 identicon

Þetta er mjög þörf umræða og vonandi rata þessar hugmyndir í réttan farveg. Ég myndi vilja sjá þann möguleika verða að veruleika að maður eigi kost á því að standa alfarið utan við lífeyrissjóðskerfið.

Það hefur alltaf verið eitur í mínum beinum sú hugsun að maður leggur til 12% af launum sínum og ávinnur sér réttindi á 2% vöxtum á ári sem maður hugsanlega tekur út í ellinni enn á sama tíma er maður að greiða af láni 5-7% vexti ofaná vísitölutryggingu. Því er ekki hægt að ávinna sér réttindi í fasteigninni sem maður myndi greiða 12% hraðar niður í hverjum mánuði og lækka vaxtabyrgði sína um 5% ásamt vísitölu? Eignastöðu í fasteigninni væri hægt að stjórna, ef maður fengi að vera fyrir utan kerfið, með því að við ákveðin aldur þarf maður að eiga ákveðið hlutfall í eigninni sinni miðað við markaðsverð hverju sinni (hærri aldur, hærra hlutfall) Ef kæmi til sölu og engin önnur eign keypt þyrfti að leggja eignina sína á lokaðan reikning með einhverjum hætti.  Ef markaðsverð eignarinnar er undir útreiknuðum framfærslukostnaði framtíðarinnar væri hægt að skikkja einstakling í að leggja inní sameiginlegan sjóð eða séreignasjóð.

Þessi gróflega útreiknaði 5% vaxtamunur, ásamt vísitölu (laun eru ekki vísitölubundin en lánin eru það) í þessu dæmi má segja að sé gjöf launagreiðandans til atvinnulífsins og stjórnendur lífeyrissjóðanna eru að fá "kött" af því, sem útskýrir þeirra afstöðu.

Halldór G. Meyer (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:27

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Halldór

Þetta er meðal annars hugmynd sem ég hef verið að benda á að lífeyrissjóðakerfið geri ungum iðgjaldagreiðendum möguleika á því að binda framtíðarlífeyri sinn í fasteign/séreign í því formi að veita mjög hagstæð fasteignalán á kostnað áunna réttinda viðkomandi. Þessi leið er mjög áhugaverð að því leitinu að þá er ekki verið að binda framtíðar lífeyris okkar eingöngu á mörkuðum sem kerfisbundið hrynja og misgóðum ákvörðunum forstjóra sjóðanna sem ég hef verið að benda á að séu oft grunsamlega ófaglegar.

Annað, inní 12% iðgjaldinu er almannatryggingakerfi sem þyrfti að slíta út úr kerfinu og koma inn í tryggingastofnun með lækkun lífeyrisiðgjaldsins sem yrði breytt í séreign og hækka þá jafnvel skatta á móti. Það er ótrúlegt að horfa upp á Ríki í Ríki fyrirkomulagið eins og þetta er núna.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2010 kl. 13:37

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hér hafa verið  margar góðar hugmyndir á kreiki. 

Hugmyndin hans Halldórs er sérstaklega athygliverð.  Það getur varla talist annað en mannréttindabrot að skylda fólk til að láta 12% launa sinna renna til vafsamra aðila en gefa sjálfum eigandanum ekki möguleika á að hafa áhrif á hvað um svo stórt hlutfall verður.

En og aftur ætti það að verða forgangsmál að afnema verðtrygginguna því að í skjóli hennar fara lífeyrissjóðir og fjármálastofnanir inn á hvert heimili og rændu sparnaði fólks svo milljónum skiptir.

Magnús Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 16:11

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Var í bankanum áðan: Ertu að verða af launahækkun: athugaðu séreignarlífeyrissparnaðinn. Ég get ekki reiknað út að betra sé lána vildarvina atvinnurekendum hluta tekna en borga af íbúðarláni.

Hér geta ekki allir hækkað launin með því að spara í  áhættu lífeyrisjóði.

Júlíus Björnsson, 13.12.2010 kl. 20:40

19 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er vandamál hvað fáir hafa heildar sína á fjármála og bankastarfsemi

nútímans. Það sem stendur umbótum í hagstjórn fyrir dyrum hér eins og í heiminum öllum er að fáir skilja hvað fiat peningar eru og fólk sem ekki skilur það

og sér ekki stóru myndina er að móta stefnu í þessum málum til

framtíðar.

Til að átta sig á lausnum þarf tiltölulega háa

greind eða vitsmuni sem virðast ekki alltaf til staðar meðal þeirra

sem ráða ferð. Þetta er nefnilega ekki spurning um vilja til góðra

verka, sem skortir oftast ekki, heldur eingöngu spurning um hæfileika

til að geta leyst tiltölulega flókna stærðfræðiþraut í huganum. Allir

sem ná að leysa þrautina verða samála um lausnina, sem er sáraeinföld

og felst í að koma í veg fyrir að peningar verði til í hagkerfinu sem ekki vísa á raunveruleg verðmæti og afskrifa þá líka þá peninga sem ekki vísa á raun verðmæt. Allir hinir vilja halda í “ auð “ bankanna og lífeyrisjóða sem er

tæknilega bara ávísun á verðmætir sem kannski verða aldrei búin til.

Peningar eru jú bara ávísanir á verðmæti, og því meir að ávísunum því

meira þarf að vera til af verðmætum til þessa að peningarnir haldi

virði sínu.

Hér heima erum við aðalega að vandræðast með auð lífeyrissjóðanna hann

er talin vera 1.800.000.000.000 í bókum þeirra. Hvað þýðir Þetta

nákvæmlega, jú þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir eiga 6 miljón króna

ávísun á raunverðmæti á hvern íslending og þar af eru 4.5m, ávísanir á

eignir eða verðmæti innanlands. En er innistæða fyrir þessum ávísunum? Svarið er nei. Og ástæðan er sú, að jafnvel þó hluti peninganna hafi

orðið til sem ávísun á raunverðmæti þá er meira en helmingur þeirra

til komin vegna raunvaxta. En peningar sem verða til vegna raunvaxta

vísa jú ekki á raunverðmæti heldur verða þeir bara til sem afleiða

vaxtanna. Það þýðir að við sitjum alltaf uppi með stærri og stærri

hluta fjármagnsins í formi sjóða sem tæknilega er aldrei hægt að eyða

vegna þess að það eru ekki til nægilega mikið af raunverulegum

verðmætum í samfélaginu.

Á meðan við tryggjum með verðtryggingu að ákveðin hluti

fjármálkerfisins fái alltaf raunvexti á fjármagn þá erum við að búa

til peninga sem vísa ekki á nein verðmæti. Og svo ætlumst við til þess að gamla fólkið lifi á peningum sem eru ekki ávísanir á raunverðmæti. Þetta er nátttúrlega svo galið að það tekur engu tali. Enda er það svo að til þess að dæmið gangi upp þá hafa meira og minna allar fasteignir á landinu verið gerðar upptækar í nafni verðtryggðra lífeyrissjóða.

Þetta lagast ekkert þó allir sjóðirnir verði sameinaðir og í reynd mundi það sennilega bara auka á vandan því bruðlið sem á sér stað í dag inna sjóðanna er í raun til þess fallið að halda raunvirði þeirra í skefjum. Þannig séð má líka segja að stjtórnendum sjóðanna sé vorkun því það er eingin leið að svona stórir sjóðir getir þrisfist í íslenska hagkefinu án reglubundinna stóráfall.

Ég helda að ef við ætlum að hala áfram að vera með fyrirframgreiddan lífeyrir verðum við að takmarka innlenda fjárfestingu þeirra við kannski 10% af landsframleiðslu en nú er þeir með um 70%.

Guðmundur Jónsson, 13.12.2010 kl. 22:17

20 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Magnús,sammála það hlýtur að vera forgangsverkefni að afnema verðtrygginguna.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2010 kl. 22:34

21 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Guðmundur

Heyr, heyr, þetta er það sem ég hef verið að benda á varðandi eignir sjóðanna. ef heldur áfram sem horfir verða "eignir" sjóðanna yfir 4000 milljarðar að núvirði þegar kemur að þeim tímapunkti að iðgjöld duga ekki fyrir útgreiðslum sem gerist eftir 17-20 ár. fer eftir fólksflótta ofl. faktorum. 

Hver á að kaupa allar þessar eignir þegar þarf að losa þær?  

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2010 kl. 22:39

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Verðtrygging" það er eignfærsla verðbólgu afskrifta í samburði við önnurlönd  með stöðugan gjaldmiðil.   

Í alþjóðlegum samanburði eru verðbreytingar á eðlilega völdu úrtaki af neysluvarning og þjónustu almennings það sem mælir vöxt neysluvísisins yfir tiltekið tímabil: hallatölu á milli tveggja neysluvísistala.

Alþjóðlega er rétt viðurkennd mæling notuð til reikna raunvexti nafnvaxta til samburðar í alþjóðaviðskiptum.  Sé hækkun óeðlilegur vöxtur meiri en stefnt er að má kalla það verðbólgu. 

Hér áður fyrr fram til um 1975 þegar Íslendingar stóð við orð sín voru viðskiptavíxlar í skilum notaðir til að auka peninga magn í umferð. Þá kom hér fram á sjónarsvið aðilar sem gerðu þetta ómögulegt og þá þurft til dæmis að finna upp að verðtryggja verðbólguna.

Vandamálið í fjármálageiranum var  sá að fyrir verðtryggingu nafnvaxta á  veðskuldarbréfum  að veðsöfn voru metin með miklum afföllum að erlendum lánadrottnum til baktrygginga reiðufjár lána af þeirra hendi.

Vandmál þeirra sem alltaf hafa notað verðbólguna til að svindla í viðskiptum á þeim sem ekki virðast skilja af hverju verðbólga er ekki í ríkjum sem taka má til fyrirmyndar, var að ef Ísland ætti að uppfylla skilyrði EES samningsins þá mynd verðbólga verða að stefna á í mesta lagi 17,5 á árum eða 3,5 ári helst ekki sveiflum milli mánaða meiri en 5,0%, þá þyrfti að græða á nýju svindli.  

Hér var fundin upp sér Íslensk neysluvístölumæling: hvernig til annarstaðar, mælir vegið meðaltal alls sem selst þannig að það sem selst mest vegur þyngst.  Þá myndi ekki verða verðhjöðnun þegar lágvörudraslið sem kostar lítin gjaldeyri myndi verða framtíðar grunnur vinnuaflsins, til að hægt væri að lækka raunvirði kaupmáttar sama hóps.  Til hjálpa til að breyta neyslu stýringu sauðanna var aukin áhersla á lífeyrisjóðsbindinga réttlættar m.a.

Einnig með minnkandi gæðakröfum var hægt að hækka húsnæðiskostnað almennings á móti lækkun á neysluvarningi. Án þess að hækka raunvirði almennra launa.

Fyrstu verðtryggðu nafnvextirnir á 25 ára lánum um 1982 voru um 8,5%.  Aðrir eins raunvextir hafa aldrei sést almennt utan Íslands. Verðbólga lækkaði  og Bankar fylltu sig af sjálfbærum okurraunvaxta bréfum. 

Síðan kom ný kynslóð af einhæfum skammta áhættu sérfræðingum, sem fannst alveg hryllilegt að láta þess bréf ekki ganga kaupum og sölum. Þá var reiknað út hvað mætti fjárfesta með braski á erlendum mörkuðum. Útlendingar voru líka farnir að treysta betur á stöðuleika hér. Hinsvegar voru þessi bréf upp úr 1996 [14 ára] farin að þrengja að neyslukaupmætti þorra launþega.  Þá kom íbúðalánsjóður um 1998  sem endurfjármagnir 25 til 45 ára lán sín með 5 ára Baloon lánum hjá bönkum og lífeyrissjóðum.  Til þess að geta skilað trúanlegri raunvaxtakröfu í uppgjörum.  En hann lánar með svokölluð negam lánsformi : neikvæðu [í merkingunni ekki jákvæðu]  veðskuldabréfa formi jafngreiðslu tengdri  neysluvísitölu það er greiðslur fylgja ekki vexti neysluvísisins á lánstímanum, þó þær geri það fyrstu 5 árin innan skekkju marka.  Þetta er því ólöglegt langtíma form til að skila föstu raunvirði, eins er líka ætlast til með verðtryggingu. Hér vaxa greiðslur á hraða í öðru veldi, með neysluvísimælingu sem gulltryggir að alltaf mælis vöxtur verðbólgu, jafnvel hærri þegar mest eftirspurn er eftir því sem er ódýrast. Þá eykst vægi þess.  Stykki sem kostar 1000 kr og hækkar um 10 krónur veldur 1% hækkun á hinum tekju hærri, en stykki sem kostar 100 kr og hækkar um 10 kr. veldur  10% hjá hinum tekjulægri.  Það vita allir sem hafa staðið í að hækka smásöluverð að auðveldara er hækka hlutfallslega það sem er ódýrast.   

Ríki stunda iðnaðarnjósnir. Hinsvegar stunda þau líka efnahagsnjósnir.  Ekkert ríki hefur hingað til tekið nokkuð upp af þessu séríslenska fjármögnunarkerfi.

Þess vegna segir það sig sjálft að ef það íslenska væri arðbært til langframa þá væru aðrir löngu búnir að taka það upp.

Ég tel erlend sérfræðinga í langvarandi efnahagstöðuleika ríkjum ekki vera lítt greinda í samanburði við þá Íslensku. Hrunið  sannaði fyllilega fyrir mér að eitthvað er rotið hjá Íslenska Ríkinu.

Júlíus Björnsson, 14.12.2010 kl. 02:52

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Alveg er það makalaust hvað verkalýðskóngarnir verða þöglir sem gröfin þegar bullið er rekið ofan í þá. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig kerfið ver hagsmunaklíkurnar á kostnað sjóðsfélaga.

Sem dæmi er verið að ráða fyrrverandi Existu mafíósan Brynjólf Bjarnason í stöðu stjórnaformanns Icelandic. En eins og allir vita plötuðu Existu menn milljarða hundruði út úr lífeyrissjóðunum. Ráðning Brynjólfs er enn eitt dæmið um fagleg vinnubrögð lífeyrissjóðanna sem Guðmundur Gunnarsson er sífellt að tala um.

Ragnar Þór Ingólfsson, 14.12.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband